Velkomin á vefsíðuna mína, hér mun ég sýna og selja handverk mitt. Ég prjóna einkum úr íslenskri ull og og legg mikið upp úr litum, áferð og góðu garni.
Þeir sem hafa áhuga á að panta handverk vinamlega hafið samband.
Handverk úr íslenskri ull
Velkomin á vefsíðuna mína, hér mun ég sýna og selja handverk mitt. Ég prjóna einkum úr íslenskri ull og og legg mikið upp úr litum, áferð og góðu garni.
Þeir sem hafa áhuga á að panta handverk vinamlega hafið samband.
Halldóra Sigríður Steinhólm Bjarnadóttir er fædd í Reykjavík þann 26. janúar 1989. Hún hefur alla tíð búið í vesturbæ Reykjavík fyrir utan eins árs skólagöngu í Illinois í Bandaríkjunum.
Menntun:
Halldóra lauk grunnskólaprófi frá Suðurhlíðaskóla 2005 og námi frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 2009. Hún stundaði nám við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað 2010 og lauk diplómanámi fyrir nemendur með þroskahömlun frá Háskóla Íslands 2013.
Starfsferill:
Frá árinu 2013 hefur Halldóra unnið hjá Ás styrktarfélagi. Hún vann lengi þar. Hún vinnur núna í Leikskólanum Reynisholt i grafarholti. Einnig selur Halldóra vörur sínar í Handprjónasambandinu.
Sýningar:
Halldóra tók þátt í List án landamæra árið 2016 í fyrsta skipti og aftur árið 2018. Hún tók þátt í Hönnunarmars 2018 og var fyrsta fatlaða konan til að taka þátt í þeim viðburði. Fyrsta einkasýning Halldóru fór fram í Hannesarholti og bar heitið “Leikur að garni.” Næsta sýning Halldóru var samsýningin “Dimmalimm” á Hönnunarmars 2018, þar sýndi hún ásamt Ísaki Óla samstarfsverkefni sem gekk út á það að Halldóra litgreindi verk Ísaks Óla og túlkaði þau í handprjónaðar barnapeysur, húfur og dúkkuföt. Sýningar þessar vöktu mikla og verðskuldaða athygli. Sýning Halldóru “Dimmalimm” hlaut mikið lof á Hönnunarmars og óskaði Norræna húsið eftir því að sýningin yrði sett upp þar einnig. Sýningin var sett upp á barnabókasafninu á neðstu hæð hússins.
Námskeið/félagsstörf:
Halldóra hefur sótt heklunámskeið og prjónanámskeið hjá Storkinum. Einnig námskeið í Tákn með tali hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.
Áhugamál:
Helsta áhugamál Halldóru er hönnun og handverk. Hún prjónar einkum úr íslenskri ull og hefur gott auga fyrir litum, áferð og garni. Halldóra hefur einnig mikinn áhuga á söng og var meðlimur í Stúlknakór Reykjavíkur frá 10 ára aldri. Hún hefur einnig sungið með Cantabile kórnum, Kirkjukór Breiðholtskirkju og Kirkjukór Digraneskirkju. Hún sótti einsöngstíma hjá Ingunni Ragnarsdóttur en er nú í söngnámi hjá Margréti Pálmadóttur og tók þátt í einsöngstónfundi á hennar vegum í desember síðastliðnum.